Rómverskur lambakjötsréttur með pasta
Lambakjöt er kannski ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar pasta er nefnt en Ítalir eiga til ýmsa góða pastarétti með lambakjöti og þar á meðal er þessi hér.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjötið fituhreinsað að nokkru leyti ef ástæða þykir til; ef einhverjir bitanna eru mjög stórir er best að skipta þeim. Hvítlaukurinn skorinn í flísar og þeim stungið í kjötið, meðfram beini, ásamt nokkrum rósmarínnálum. Olían hituð í víðri, þykkbotna pönnu eða potti og gulrætur, sellerí, salvía og steinselja látið krauma við góðan hita þar til það er rétt farið að brúnast. Þá er grænmetinu ýtt út til hliðanna en kjötið sett á pönnuna í staðinn og brúnað á báðum hliðum. Síðan er víni og tómötum hellt yfir, kryddað með pipar og salti og látið malla við hægan hita undir loki í 30-45 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt. Ef uppgufun er mikil má bæta svolitlum tómatsafa eða vatni á pönnuna. Borið fram með pasta (tagliatelle).