Rjómalöguð lambakjötsúpa

með kastaníusveppum og brauðteningum
Rjómalöguð lambasúpa

Hráefni

Súpan
 5 dl lambasoð frá Bone & Marrow
 1 box kastaníusveppir
  1 gulrót
 1 msk matarolía
 1 msk smjör
  1 msk sherry edik
  2 dl rjómi 200 gr beinlaust lambakjöt, skorið smátt
  200 gr beinlaust lambakjöt, skorið smátt
 Brauðteningar
  Feykir

Leiðbeiningar

Súpan
1

Uppskriftin miðast við forréttastærð og er þannig tilvalin á hátíðarborðið, en ekkert er að því að stækka uppskriftina og hafa skammtana stærri.

Kjötið í súpuna má vera af læri, hrygg eða framparti. Allt eftir því hvað er til hverju sinni og súpan er tilvalin í að nýta afganga.

2

Skerið sveppi og gulrót í litla bita eftir smekk, steikið í olíu og smjöri og takið til hliðar.

3

Sjóðið upp á lambasoði og ediki og bætið sveppum og rjómanum við. Sjóðið í 5 mín og bætið kjötinu í. Sjóðið í 3-4 mínútur og smakkið til með salti.

4

Borið fram í skálum, ásamt brauðteningum, ostinn rífið þið yfir í lokin.

Deila uppskrift