Rifinn lambabógur í flatköku “tacos”

með rauðkáli, ertusalati og piparrótarsósu
Lamba tacos í flatköku

Hráefni

Bógurinn
 Eldaður bógur eða tilbúið „pulled lamb“
 Flatkökur
Piparrótarsósa
  200 gr sýrður rjómi 18%
  10 gr sítrónusafi
  10 gr. piparrót, fínt rifin
  salt
Rauðkál
 ½ rauðkálshaus
  2 dl rauðvínsedik
  2 dl rauðvín
  2 dl sykur
  1 lárviðarlauf
 1 mandarína
  1 tsk salt
 2 msk smjör
Ertusalat
 300 g grænar ertur, frosnar
  2 shallot laukar litlir
  2 msk olía
  1 sítróna
  1 sítrónað

Leiðbeiningar

Bógurinn
1

Við bendum á einfalda grunnuppskrift af hægelduðum lambabógi
Smellið hér

En réttinn er líka tilvalið að gera úr afgangi af bógi eða lambaskanka

2

Svo er hægt að spara tíma og kaupa virkilega gott „pulled lamb“ frá Pure Arctic í völdum verslunum.

Skerið flatkökur í hæfilega bita, og setjið allt hráefnið ofan á.

Piparrótarsósa
3

Blandið saman í skál og kryddið með salti.

Rauðkál
4

Skerið kálið í fína strimla og skerið mandarínuna í nokkkra bita, setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í 40 mínútur. Geymist vikum saman í kæli.

Ertusalat
5

Skerið shallottulauk í fínar sneiðar og mýkið á meðalhita í 2 mín í ögn af olíu á pönnu, bætið frosnum ertum við og eldið í 3-5 mín. Smakkið til með rifnum berki af einni sítrónu, salti og sítrónusafa.

Deila uppskrift