Rifinn lambabógur í flatköku “tacos”

með rauðkáli, ertusalati og piparrótarsósu
Lamba tacos í flatköku

Hráefni

Bógurinn
 Eldaður bógur eða tilbúið „pulled lamb“
 Flatkökur
Piparrótarsósa
  200 gr sýrður rjómi 18%
  10 gr sítrónusafi
  10 gr. piparrót, fínt rifin
  salt
Rauðkál
 ½ rauðkálshaus
  2 dl rauðvínsedik
  2 dl rauðvín
  2 dl sykur
  1 lárviðarlauf
 1 mandarína
  1 tsk salt
 2 msk smjör
Ertusalat
 300 g grænar ertur, frosnar
  2 shallot laukar litlir
  2 msk olía
  1 sítróna
  1 sítrónað

Leiðbeiningar

Bógurinn
1

Við bendum á einfalda grunnuppskrift af hægelduðum lambabógi
Smellið hér

En réttinn er líka tilvalið að gera úr afgangi af bógi eða lambaskanka

2

Svo er hægt að spara tíma og kaupa virkilega gott „pulled lamb“ frá Pure Arctic í völdum verslunum.

Skerið flatkökur í hæfilega bita, og setjið allt hráefnið ofan á.

Piparrótarsósa
3

Blandið saman í skál og kryddið með salti.

Rauðkál
4

Skerið kálið í fína strimla og skerið mandarínuna í nokkkra bita, setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í 40 mínútur. Geymist vikum saman í kæli.

Ertusalat
5

Skerið shallottulauk í fínar sneiðar og mýkið á meðalhita í 2 mín í ögn af olíu á pönnu, bætið frosnum ertum við og eldið í 3-5 mín. Smakkið til með rifnum berki af einni sítrónu, salti og sítrónusafa.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​