Rauðvínssósa

Þessi sósa er hugsuð sem meðlæti með villibráðarkrydduðum kindalærvöðva en auðvitað má nota hana með ýmsu öðru, nota þá e.t.v. bara rauðvín í staðinn fyrir kryddlöginn og bragðbæta sósuna með aðeins meiri villibráðarkrafti eða lambakjötskrafti.

Pottur og diskur

Hráefni

 3 dl rauðvínskryddlögur
 steikarsoð úr ofnskúffunni
 nýmalaður pipar
 salt
 e.t.v. 1-2 tsk. villibráðarkraftur (Oscar)
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Setjið kryddlöginn í pott, hitið að suðu og látið sjóða rösklega í 5-10 mínútur. Síið þá löginn og setjið hann aftur í pottinn. Bætið steikarsoðinu út í, hitið að suðu og látið malla í nokkrar mínútur. Smakkið og bragðbætið með pipar, salti og dálitlum villibráðarkrafti ef ástæða er til. Sjóðið áfram í nokkrar mínútur og þykkið síðan sósuna með dálitlum sósujafnara, en hún á ekki að vera þykk.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​