Rauðvínssósa

Þessi sósa er hugsuð sem meðlæti með villibráðarkrydduðum kindalærvöðva en auðvitað má nota hana með ýmsu öðru, nota þá e.t.v. bara rauðvín í staðinn fyrir kryddlöginn og bragðbæta sósuna með aðeins meiri villibráðarkrafti eða lambakjötskrafti.

Pottur og diskur

Hráefni

 3 dl rauðvínskryddlögur
 steikarsoð úr ofnskúffunni
 nýmalaður pipar
 salt
 e.t.v. 1-2 tsk. villibráðarkraftur (Oscar)
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Setjið kryddlöginn í pott, hitið að suðu og látið sjóða rösklega í 5-10 mínútur. Síið þá löginn og setjið hann aftur í pottinn. Bætið steikarsoðinu út í, hitið að suðu og látið malla í nokkrar mínútur. Smakkið og bragðbætið með pipar, salti og dálitlum villibráðarkrafti ef ástæða er til. Sjóðið áfram í nokkrar mínútur og þykkið síðan sósuna með dálitlum sósujafnara, en hún á ekki að vera þykk.

Deila uppskrift