Rauðvínslambapottur

Franskættaður lambakjötsréttur sem auðvelt er að elda. Hann verður reyndar sérstaklega gómsætur ef hann er gerður úr kjöti af fullorðnu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1.2-1.5 kg lambakjöt (t.d. skankar eða framhryggur)
 nýmalaður pipar
 salt
 3 msk ólífuolía
 1 laukur, saxaður
 2 hvítlauksgeirar, eða eftir smekk
 1 blaðlaukur, skorinn í 5 sm ræmur
 250 g gulrætur, skornar í bita
 2 sellerístönglar, skornir í sneiðar
 1 tsk timjan, þurrkað
 1 tsk rósmarín, þurrkað
 2 lárviðarlauf
 0.5 l rauðvín
 2 msk hveiti

Leiðbeiningar

1

Kjötið krydddað vel með pipar og salti. 1 msk af olíunni hituð á pönnu og kjötið brúnað vel á öllum hliðum við góðan hita. Á meðan er afgangurinn af olíunni hitaður í þykkbotna potti og laukurinn látinn krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Hvítlauknum og hinu grænmetinu bætt út í ásamt timjani, rósmarín og lárviðarlaufi og hrært vel. Þegar kjötið er brúnað er það sett ofan á. Helmingnum af rauðvíninu hellt á pönnuna, það látið sjóða niður í 1-2 mínútur og botninn á pönnunni skafinn á meðan til að losa um skófir. Hellt yfir kjötið ásamt afganginum af víninu. Hitað að suðu og látið malla við vægan hita undir loki í 1 1/2 – 2 klst. Þá er kjötið tekið upp úr, hveitið hrist með svolitlu köldu vatni og sósan jöfnuð. Látin sjóða í um 5 mínútur og smökkuð til. Kjötið sett aftur út í, soðið í nokkrar mínútur í viðbót og síðan borið fram.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​