Rauðvínslambapottur

Franskættaður lambakjötsréttur sem auðvelt er að elda. Hann verður reyndar sérstaklega gómsætur ef hann er gerður úr kjöti af fullorðnu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1.2-1.5 kg lambakjöt (t.d. skankar eða framhryggur)
 nýmalaður pipar
 salt
 3 msk ólífuolía
 1 laukur, saxaður
 2 hvítlauksgeirar, eða eftir smekk
 1 blaðlaukur, skorinn í 5 sm ræmur
 250 g gulrætur, skornar í bita
 2 sellerístönglar, skornir í sneiðar
 1 tsk timjan, þurrkað
 1 tsk rósmarín, þurrkað
 2 lárviðarlauf
 0.5 l rauðvín
 2 msk hveiti

Leiðbeiningar

1

Kjötið krydddað vel með pipar og salti. 1 msk af olíunni hituð á pönnu og kjötið brúnað vel á öllum hliðum við góðan hita. Á meðan er afgangurinn af olíunni hitaður í þykkbotna potti og laukurinn látinn krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Hvítlauknum og hinu grænmetinu bætt út í ásamt timjani, rósmarín og lárviðarlaufi og hrært vel. Þegar kjötið er brúnað er það sett ofan á. Helmingnum af rauðvíninu hellt á pönnuna, það látið sjóða niður í 1-2 mínútur og botninn á pönnunni skafinn á meðan til að losa um skófir. Hellt yfir kjötið ásamt afganginum af víninu. Hitað að suðu og látið malla við vægan hita undir loki í 1 1/2 – 2 klst. Þá er kjötið tekið upp úr, hveitið hrist með svolitlu köldu vatni og sósan jöfnuð. Látin sjóða í um 5 mínútur og smökkuð til. Kjötið sett aftur út í, soðið í nokkrar mínútur í viðbót og síðan borið fram.

Deila uppskrift