Rauðvíns-kryddlögur

Einfaldur rauðvínskryddlögur með kryddjurtum sem hentar vel á allt lambakjöt, hvort heldur er stór stykki eins og læri og hrygg eða t.d. kótelettur, lærissneiðar og framhrygg.

Pottur og diskur

Hráefni

 150 ml þurrt rauðvín
 75 ml ólífuolía
 nýkreistur safi úr 0.5 sítrónu
 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 msk ferskt rósmarín eða 1 tsk þurrkað
 1 tsk timjan, þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt hrært saman í skál.

Deila uppskrift