Rauðlauks- og bláberjasulta

Rauðlauks- og bláberjasulta
Pottur og diskur

Hráefni

 2 rauðlaukar, skornir í báta
 2 msk. olía
 2-3 msk. sykur
 ½ tsk. tímían
 1 lárviðarlauf
 1 dl balsamedik
 1 ½ dl bláber
 salt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Svitið lauk í olíu á pönnu í 2 mín á hægum hita og gætið þess að hann brúnist ekki.

Bætið sykri á pönnuna og látið krauma í 2 mín.

Setjið tímían, lárviðarlauf og balsamedik saman við og sjóðið þar til vökvinn fer að þykkna.

Bætið bláberjum á pönnuna og látið krauma í 1 mín.

Smakkið til með salti og pipar.

Deila uppskrift