Rauðkál með eplum og balsamediki

Sparileg rauðkálsuppskrift sem gefur bragðmikið og ljúffengt rauðkál, ilmandi af kryddi og góðgæti og afar vel viðeigandi með jólasteikinni eða páskalambinu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 rauðkálshöfuð, um 750 g
 1 rauðlaukur
 2 græn epli
 2 msk. ólífuolía
 1 dl týtuberjasulta eða sólberjasulta
 100 g sykur, eða eftir smekk
 3 msk. balsamedik
 0.5 tsk. engifer
 0.25 tsk. kanell
 negull á hnífsoddi
 nýmalaður pipar
 salt
 2 dl vatn

Leiðbeiningar

1

Takið stilkinn úr rauðkálinu og skerið það svo í mjóar ræmur. Saxið rauðlaukinn. Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og skerið þau í bita. Hitið olíuna í þykkbotna potti og látið laukinn krauma í henni við meðalhita í nokkrar mínútur. Setjið svo rauðkálið og eplin út í og hrærið vel. Bætið sultu, sykri, balsamediki og kryddi í pottinn og síðan vatninu. Hitið að suðu og látið malla við mjög vægan hita undir loki í um 45 mínútur, eða þar til rauðkálið er meyrt. Hrærið öðru hverju og bætið við sykri eða ediki eftir smekk.

Deila uppskrift