Próvens-kryddlögur

Sítrónur og lambakjöt eiga afar vel saman og hér er einfaldur og góður sítrónukryddlögur sem hentar vel á grillað lambakjöt, til dæmis kótelettur og lærissneiðar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 sítróna
 4 msk ólífuolía
 1 msk herbes de Provence eða önnur góð kryddjurtablanda
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn kreistur úr sítrónunni. Olíu, kryddjurtum, pipar og salti hrært saman við og kjötið látið liggja í blöndunni á meðan grillið er að hitna eða í allt að 1 klst við stofuhita.

Deila uppskrift