Próvens-kryddlögur

Sítrónur og lambakjöt eiga afar vel saman og hér er einfaldur og góður sítrónukryddlögur sem hentar vel á grillað lambakjöt, til dæmis kótelettur og lærissneiðar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 sítróna
 4 msk ólífuolía
 1 msk herbes de Provence eða önnur góð kryddjurtablanda
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn kreistur úr sítrónunni. Olíu, kryddjurtum, pipar og salti hrært saman við og kjötið látið liggja í blöndunni á meðan grillið er að hitna eða í allt að 1 klst við stofuhita.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​