Pönnusteiktar lærissneiðar
Með þessum gómsætu lærissneiðum væri gaman að hafa svolítið óhefðbundið meðlæti, t.d. polentu með sólþurrkuðum tómötum (sjá uppskrift) eða kúskús. En svo má líka hafa soðin hrísgrjón, eða bara kartöflur og grænmeti.
- 4
Hráefni
4 vænar lærissneiðar, ekki of þunnar
1 msk ólífuolía
0.5 tsk kummin
0.5 tsk kóríanderfræ, möluð
0.5 tsk timjan
nýmalaður pipar
chilipipar á hnífsoddi
salt
Leiðbeiningar
1
Lærissneiðarnar þerraðar og penslaðar með olíunni. Öllu kryddinu nema saltinu blandað saman, stráð á lærissneiðarnar báðum megin og látið liggja í a.m.k. hálftíma. Grillpanna eða venjuleg panna hituð (einnig má grilla kjötið á útigrilli), lærissneiðarnar saltaðar og síðan steiktar við meðalhita í 3-5 mínútur á hvorri hlið, eftir því hvað þær eiga að vera mikið steiktar og hvað þær eru þykkar. Látnar bíða í 2-3 mínútur eftir að þær eru teknar af pönnunni og síðan bornar fram.