Pönnusteikt mjaðmasteik

með ristuðu rósakáli, sveppum, kartöflumús og madeira sósu
Mjaðmasteik

Hráefni

Pönnusteikt lambamjaðmasteik
 1 kg lambamjaðmasteik, beinlaus
  2 greinar timjan
  3 hvítlauksrif
  2 msk olía
  2 msk smjör
  Salt og pipar
Ristað rósakál og sveppir
 12 rósakál
  1 box sveppir
  3 msk olía
  Salt
Kartöflumús
 2 bökunarkartöflur
 1 dl rjómi
 100 g smjör
  Salt
 1 shallottulaukur
 1 grein timjan
 1 msk rauðvínsedik
  1 dl Madeira vín
  5 dl lambasoð
  2 msk smjör
 Salt

Leiðbeiningar

Pönnusteikt mjaðmasteik
1

Byrjið á að snyrta steikurnar og salta. Hitið pönnu og brúnið kjötið vel í olíunni, bætið smjöri, timjan og hvítlauk við í lokin.

2

Takið af pönnunni og klárið að elda í ofni á 160°C þar til kjarnhitinn nær 56°C, takið út úr ofni og hvílið í 10-15 mínútur áður en þið skerið í steikurnar og berið fram.

Ristað rósakál og sveppir
3

Hreinsið kálið og sveppi, skerið í tvennt og setjið í skál, kryddið og setjið olíu yfir. Færið í eldfastan bakka og bakið í ofni 15 mín á 180°C.

Kartöflumús
4

Skrælið kartöflurnar og skerið í jafnstóra bita, setjið í pott á samt vatni og sjóðið þar til kartöflurnar eru meyrar. Sigtið vatnið frá og pressið kartöflurnar í gegnum sigti eða kartöflupressu.

5

Sjóðið upp á rjómanum, hrærið kartöflunum saman við, bætið smjörinu við og hrærið vandlega saman. Saltið og berið fram.

Madeira sósa
6

Saxið laukinn fínt og svitið í potti, bætið ediki og madeira við og sjóðið niður um helming. Bætið soðinu við og sjóðið niður um þriðjung. Takið af hitanum, pískið smjörinu saman við og smakkið til með salti.

Deila uppskrift