Pönnusteikt mjaðmasteik
- 1 klst
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að snyrta steikurnar og salta. Hitið pönnu og brúnið kjötið vel í olíunni, bætið smjöri, timjan og hvítlauk við í lokin.
Takið af pönnunni og klárið að elda í ofni á 160°C þar til kjarnhitinn nær 56°C, takið út úr ofni og hvílið í 10-15 mínútur áður en þið skerið í steikurnar og berið fram.
Hreinsið kálið og sveppi, skerið í tvennt og setjið í skál, kryddið og setjið olíu yfir. Færið í eldfastan bakka og bakið í ofni 15 mín á 180°C.
Skrælið kartöflurnar og skerið í jafnstóra bita, setjið í pott á samt vatni og sjóðið þar til kartöflurnar eru meyrar. Sigtið vatnið frá og pressið kartöflurnar í gegnum sigti eða kartöflupressu.
Sjóðið upp á rjómanum, hrærið kartöflunum saman við, bætið smjörinu við og hrærið vandlega saman. Saltið og berið fram.
Saxið laukinn fínt og svitið í potti, bætið ediki og madeira við og sjóðið niður um helming. Bætið soðinu við og sjóðið niður um þriðjung. Takið af hitanum, pískið smjörinu saman við og smakkið til með salti.