Pönnusteikt lamba-prime með hollandaise-sósu og karamellugljáðum rauðlauk

Pönnusteikt lamba-prime með hollandaise-sósu og karamellugljáðum rauðlauk
Pottur og diskur

Hráefni

 4 prime ribs (framhryggjarvöðvi)
 salt og pipar eftir smekk
 olía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Takið kjötið úr kæli og látið það standa í stofuhita í minnst 30 mín. Hitið ofninn í 150°C.

2

Þerrið kjötið vel og kryddið með salti og pipar. Steikið svo á pönnu þar til það verður fallega brúnað. Leggið kjötið í ofnskúffu og klárið að elda það í ofni í 5-10 mín., það fer þó eftir því hversu mikið steikt það á að vera.

3

Hvílið svo kjötið í 5 mínútur áður en það er borið fram svo að það jafni sig eftir steikinguna.

4

Hollandaise-sósa:
3 eggjarauður
300 g brætt smjör
2 msk. hvítvínsedik
salt og pipar eftir smekk

5

Setjið eggjarauðurnar í skál yfir vatnsbaði og hitið rauðurnar. Passið að hitinn verði ekki of mikill þá soðna eggjarauðurnar. Notið písk og þeytið rauðurnar vel. Bætið bræddu smjöri í mjög mjórri bunu saman við. Nokkrir dropar í fyrstu og svo smátt og smátt. Hrærið alltaf í og á þessum tímapunkti gæti verið gott að taka skálina af vatnsbaðinu. Þegar allt er blandað saman bætið þið piparnum og edikinu saman við. Smakkið og ef ykkur finnst vanta salt, má bæta því við. Þess gerist ekki alltaf þörf.

6

Karamellugljáður rauðlaukur:
4 rauðlaukar, skornir í sneiðar
2 msk. olía
1 dl sykur
salt og pipar eftir smekk
safi úr hálfri sítrónu

7

Skerið laukinn fyrst í helminga og svo sneiðar.

8

Steikið hann í olíu á miðlungshita þar til hann er orðinn gegnsær og mjúkur. Bætið sykrinum við og hrærið á meðan hann leysist upp.

9

Látið krauma á pönnunni í um 10 mín., kryddið og setjið sítrónusafann út í.

10

Látið sjóða í 3 mín. Borið fram með bakaðri kartöflu.

11
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Gunnar Helgi Guðjónsson Myndir: Rakel Ósk Sigurðardóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift