Polenta með sólþurrkuðum tómötum

Polenta er eins konar grautur úr maísmjöli sem er mjög algengt meðlæti með mat á Norður-Ítalíu og þar gjarna notuð á svipaðan hátt og við notum hrísgrjón eða kartöflur. Hefðbundin polenta þarf um hálftíma suðu en hér er notuð skyndiútgáfa sem þarf aðeins að sjóða í nokkrar mínútur. Einnig má nota hefðbundin polentugrjón og sjóða þau samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en bragðbæta svo polentuna eins og hér er gert.

Pottur og diskur

Hráefni

 250 ml skyndi-polenta
 700 ml vatn, eða eftir þörfum
 10 sólþurrkaðir tómatar í olíu
 2-3 msk olía af tómötunum
 1 tsk ítölsk kryddblanda (Italian seasoning)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Polentugrjón og kalt vatn sett í pott, hitað að suðu og hrært oft á meðan. Tómatarnir skornir í bita og settir út í ásamt olíu, kryddjurtum, pipar og salti. Látið malla við hægan hita í 3-5 mínútur og hrært nærri stöðugt. Grauturinn á að vera þykkur en þó ekki þykkari en svo að vel sé hægt að hræra í honum (hann þykknar þegar hann kólnar). Polentan er svo smökkuð til með pipar og salti og sett á miðjuna á fati sem e.t.v. er búið að skreyta með klettasalati eða öðrum salatblöðum. Borið fram t.d. með steiktum lambalærissneiðum eða kótelettum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​