Pestókryddaður kindalærvöðvi

Mjög einföld uppskrift þar sem tilbúin pestósósa úr krukku er aðaluppistaðan í kryddleginum sem kjötið er látið liggja í áður en það er steikt í ofni. Svo má nota kryddlöginn sem sósu á kjötið þegar það er fullsteikt.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kindainnralærvöðvi (u.þ.b. 3 bitar)
 5 msk. pestósósa
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 0.5 tsk. tímían
 nýmalaður pipar
 0.5 dl ólífuolía
 salt

Leiðbeiningar

1

Setjið kjötið í skál. Blandið saman pestósósu, hvítlauk, tímíani og pipar og hrærið svo ólífuolíunni saman við. Hellið yfir kjötið og snúið bitunum til að þekja þá með blöndunni. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir. Hitið ofninn í 225°C. Saltið kjötið, setjið bitana í eldfast fat, hellið afganginum af kryddleginum úr skálinni yfir, setjið kjötið í ofninn og steikið það í 25-30 mínútur. Ef það á að vera gegnsteikt má slökkva á ofninum og láta kjötið standa í honum í u.þ.b. 10 mínútur í viðbót. Takið það svo út og látið standa í um 10 mínútur áður en það er skorið í sneiðar og borið fram. Nota má löginn sem safnast fyrir í ofnskúffunni sem sósu á kjötið.

Deila uppskrift