Pestófylltar lærissneiðar
Þessar gómsætu lærissneiðar eru fylltar með heimatilbúinni pestósósu, sem er satt að segja mjög einfalt að gera. En það má vitaskuld líka nota sósu úr krukku. Og í staðinn fyrir beinlausar lærissneiðar mætti nota þykkar sneiðar af innanlærvöðva.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Leggið lærissneiðarnar á bretti og skerið djúpan skurð inn í hliðina á hverri þeirra með beittum hníf. Saxið basilíku, hvítlauk og furuhnetur smátt með hníf eða í matvinnsluvél. Hrærið olíunni saman við og síðan ostinum. Kryddið með pipar og svolitlu salti. Setjið u.þ.b. eina matskeið af blöndunni inn í hverja lærissneið og lokið e.t.v. fyrir opið með tannstöngli. Kryddið kjötið að utan með pipar og svolitlu salti og látið liggja á meðan grillið er hitað. Grillið sneiðarnar við góðan hita í 4-5 mínútur á hvorri hlið; snúið einu sinni.