Páskalamborgari Fabrikkunnar

Ljúffeng uppskrift í boði Fabrikkunnar.

Pottur og diskur

Hráefni

 480 gr. lambaprime
 Íslenskir sveppir
 8 hvítlauksgeirar
 4 msk. smjör
 4 Maribo ostsneiðar
 Grænt kál (t.d. lambhagasalat)
 8-12 rauðlaukshringir
 8 tómatsneiðar
 Bernaisesósa
 Salt og pipar
 4 hamborgarabrauð

Leiðbeiningar

1

Skerið 120-140 gr. lambaprimesteik í þrjár sneiðar eftir endilöngu þannig að hún verði um 3×40 gr. sneiðar.

Hitið grillið í hámarkshita (eða pönnuna í neyð).

Grillið lambaprime sneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið (mælt er með meðalsteikingu).

Pönnusteikið sveppina í smjörinu og hvítlauknum. Slökkvið undir pönnunni, leggið ostsneiðina ofan á sveppina og setjið lokið á.

Penslið hamborgarabrauðið að innan með smjöri eða ólífuolíu og hitið snöggt á grilli (þar til það er orðið röndótt).

Samsetning Páskalamborgarans:
Setjið grænmetið í botnbrauðið, bernaisesósu ofan á grænmetið, leggið steikurnar yfir, þá sveppina með brædda ostinum. Toppið með meiri bernaise og lokið með brauðhattinum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​