Páskalambalæri með rósmaríni, sítrónu og hvítlauk á djúsí kartöflum
Góða veislu gjöra skal og hvað er þá hátíðlegra en íslenskt lambakjöt. Þessi bragðgóða uppskrift er úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar og páskatölublaði Gestgjafans 2011.
- 5-7
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið kartöflur og lauk í stórt eldfastmót, nógu stórt til að lambalærið passi ofan í það.
Setjið vatn í pott ásamt smjöri og lambakrafti og hleypið suðunni upp.
Hellið soðinu yfir kartöflurnar og kryddið yfir með salti og pipar.
Blandið vel saman. Stingið 8-10 göt í lambalæri með góðum hníf og troðið hvítlauksbátum, rósmaríni og sítrónuberki í götin.
Kryddið lærið með salti og pipar.
Leggið lærið ofan á kartöflurnar og bakið við 180°C í 1 klst.
Takið þá lærið úr ofninum og haldið heitu.
Hækkið hitann í 220°C og bakið kartöflurnar í 10 mín. í viðbót.
Það þarf enga sósu með þessum rétti því að kartöflurnar eru svo bragðmiklar og safaríkar.
Berið fram með blönduðu grænmeti og salati.