Páskalambalæri með rósmaríni, sítrónu og hvítlauk á djúsí kartöflum

Góða veislu gjöra skal og hvað er þá hátíðlegra en íslenskt lambakjöt. Þessi bragðgóða uppskrift er úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar og páskatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 1,5 kg kartöflur, skrældar ogskornar í þunnar sneiðar
 2 laukar, skrældir og skornir ísneiðar
 ½ l vatn
 50 g smjör
 salt og nýmalaður pipar
 1-1 1/2 msk. lambakraftur
 1 lambalæri, án lykilbeins
 4-6 hvítlauksgeirar, skornir í báta
 2-3 rósmaríngreinar
 1 msk. rifinn sítrónubörkur

Leiðbeiningar

1

Setjið kartöflur og lauk í stórt eldfastmót, nógu stórt til að lambalærið passi ofan í það.

Setjið vatn í pott ásamt smjöri og lambakrafti og hleypið suðunni upp.

Hellið soðinu yfir kartöflurnar og kryddið yfir með salti og pipar.

Blandið vel saman. Stingið 8-10 göt í lambalæri með góðum hníf og troðið hvítlauksbátum, rósmaríni og sítrónuberki í götin.

Kryddið lærið með salti og pipar.

Leggið lærið ofan á kartöflurnar og bakið við 180°C í 1 klst.

Takið þá lærið úr ofninum og haldið heitu.

Hækkið hitann í 220°C og bakið kartöflurnar í 10 mín. í viðbót.

Það þarf enga sósu með þessum rétti því að kartöflurnar eru svo bragðmiklar og safaríkar.

Berið fram með blönduðu grænmeti og salati.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Hrund

Deila uppskrift