Parmesan kartöflur

Parmesan kartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 800 g kartöflur, soðnar og afhýddar
 4 msk nýrifinn parmesanostur
 3 msk hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 1/2 sítróna
 3 msk ólífuolía

Leiðbeiningar

1

Ostur, hveiti, pipar og salt sett í skál. Börkurinn rifinn af sítrónunni og blandað saman við. Kartöflunum velt upp úr blöndunni. Olían hituð á pönnu, kartöflurnar settar á hana og steiktar við meðalhita þar til þær eru heitar í gegn og parmesanmylsnan er gullinbrún og stökk. Safinn úr sítrónunni kreistur yfir og borið fram.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​