Parmesan kartöflur
Parmesan kartöflur
- 4
Hráefni
800 g kartöflur, soðnar og afhýddar
4 msk nýrifinn parmesanostur
3 msk hveiti
nýmalaður pipar
salt
1/2 sítróna
3 msk ólífuolía
Leiðbeiningar
1
Ostur, hveiti, pipar og salt sett í skál. Börkurinn rifinn af sítrónunni og blandað saman við. Kartöflunum velt upp úr blöndunni. Olían hituð á pönnu, kartöflurnar settar á hana og steiktar við meðalhita þar til þær eru heitar í gegn og parmesanmylsnan er gullinbrún og stökk. Safinn úr sítrónunni kreistur yfir og borið fram.