Papriku-lambapottur
Góður lambakjötspottréttur með papriku, hvítlauk og kryddjurtum. Þetta er nokkuð stór skammtur og ætti að duga fyrir 8-10 manns en auðvelt er að minnka uppskriftina um helming.
- 8
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið saman paprikudufti, óreganó, chilipipar, pipar og salti og núið kjötið vel með því. Látið standa nokkra stund. Hitið svo olíuna í þykkbotna potti eða á pönnu með loki og brúnið kjötið vel á öllum hliðum; gætið þess að setja ekki of mikið í pottinni í einu og brúna þá frekar í nokkrum skömmtum. Takið kjötið upp og setjið á disk. Setjið laukinn og hvítlaukinn í pottinn og látið krauma í nokkrar mínútur. Setjið paprikurnar í matvinnsluvél eða blandara og maukið þær með edikinu (einnig má saxa þær mjög smátt með hníf). Setjið kjötið aftur í pottinn og hellið paprikumauki, víni og vatni yfir. Bætið lárviðarlaufum út í, kryddið með pipar og salti, setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í um 1 klst, eða þar til kjötið er vel meyrt. Fjarlægið þá lárviðarlaufin, þykkið sósuna dálítið með sósujafnara og bragðbætið með pipar og salti ef þarf. Berið fram með kartöflustöppu eða soðnum hrísgrjónum.