Papriku-grillsósa
Köld sósa sem er góð með grilluðu lambakjöti af ýmsu tagi. Það má nota minna majónes en gert er í uppskriftinni eða jafnvel sleppa því og nota meiri sýrðan rjóma í staðinn en þá væri betra að nota 18% rjóma, ekki 10%.
- 4
Hráefni
1 rauð paprika, stór
1 dós (200 ml) sýrður rjómi (10%)
200 ml majónes
1 msk tómatsósa
1 tsk worcestersósa
2 msk sérrí eða púrtvín (má sleppa)
nýmalaður pipar
salt
Leiðbeiningar
1
Paprikan fræhreinsuð og skorin í litla bita. Allt hrært saman.