Óreganó- og kumminkryddaðar lambakótilettur

Það er ekkert íslenskt sumar án íslensks lambakjöts á grillið. Hérna er ljúffeng uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 þverskornar lambakótelettur
 2-3 msk. óreganó, smátt saxað
 1-2 msk. kummin
 2-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 ½ tsk. Maldon-salt
 4 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í stóra skál og blandið vel saman. Geymið í 2-12 klst.

Óreganósósa:
2 dl sýrður rjómi
2 dl majónes
1 tsk. kummin
2 tsk. kóríander, smátt saxað
3 tsk. óreganó, smátt saxað
1 msk. hunang
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Grillið kóteletturnar á meðalheitu grilli í 3-5 mín á hvorri hlið. Berið fram með sósunni og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift