Óreganó- og kumminkryddaðar lambakótilettur

Það er ekkert íslenskt sumar án íslensks lambakjöts á grillið. Hérna er ljúffeng uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í grillblaði Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 þverskornar lambakótelettur
 2-3 msk. óreganó, smátt saxað
 1-2 msk. kummin
 2-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 ½ tsk. Maldon-salt
 4 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í stóra skál og blandið vel saman. Geymið í 2-12 klst.

Óreganósósa:
2 dl sýrður rjómi
2 dl majónes
1 tsk. kummin
2 tsk. kóríander, smátt saxað
3 tsk. óreganó, smátt saxað
1 msk. hunang
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Grillið kóteletturnar á meðalheitu grilli í 3-5 mín á hvorri hlið. Berið fram með sósunni og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​