Ofnbakað lambalæri

með bernaise sósu

Hráefni

Steikt lambalæri og vorlaukur
 1 úrbeinað lambalæri u.þ.b. 1.5 kg
  3 msk. olía
 1 msk. oregano
  5 tímíangreinar
  2 tsk. salt
  1 ½ tsk. pipar
  1 búnt vorlaukur
Bernaisse sósa
 500 gr. smjör
 5 eggjarauður
 1 msk. vatn
 2 msk. bernaise essence
 1 tsk þurrkað estragon eða 2-3 ferskt
 Salt og nýmulinn pipar

Leiðbeiningar

Lambalæri og vorlaukur
1

Hitið ofninn í 200°C og nuddið olíu á lærið, stráið oregano og tímian ofan á og kryddið með salti og pipar. Setjið lærið ofnskúffu ásamt vorlaukunum og eldið í 40-50 mín, eftir því hversu stórt lærið er og hversu vel þið viljið hafa það steikt. Látið hvíla í a.m.k 15 mín áður en borið fram.

Berið fram með meðlæti að eigin vali og heimagerðri bernaise sósu.

Bernaisse sósa
2

Bræðið smjörið á meðalhita, látið kólna ögn, æskilegur hiti um 65°C

3

Setjið vatn í pott og hitið að suðu, lækkið hitann. Setjið eggjarauður, bernaise essence og vatn í skál sem passar á pottinn. Þeytið viðstöðulaust yfir heitu vatnsbaðinu þar til rauðurnar þykkna og blandan er loftkennd og létt í sér. Ath hér er auðvelt að fara framúr sér og elda rauðurnar of hratt!

4

Takið skálina frekar af hitanum nokkrum sinnum og hægið á ferlinu sem má taka nokkrar mínútur. Takið af hitanum þegar réttri áferð er náð og þeytið smjörinu í smáum skömmtum saman við eggjarauðurnar.

5

Bætið estragon við og smakkið til með salti, pipar og mögulega ögn af bernaise essence. Geymið á heitum stað þar til sósan er borin fram.

Deila uppskrift