Ofnsteiktar kartöflur með hvítlauk og lárviðarlaufi
Ofnsteiktar kartöflur með hvítlauk og lárviðarlaufi
- 6
Hráefni
1,5 kg kartöflur, ekki mjög stórar (t.d. Gullauga)
1 dl ólífuolía
6-8 hvítlauksgeirar
6-8 lárviðarlauf
1 tsk þurrkað timjan
nýmalaður pipar og salt
Leiðbeiningar
1
Hitið ofninn í 220 gráður. Þvoið og þerrið kartöflurnar og skerið þær í helminga (mjög litlar kartöflur mega vera heilar, þær stærstu má skera í fjórðunga). Setjið í ofnskúffu.
Afhýðið hvítlauksgeirana og stingið á milli ásamt lárviðarlaufi. Stráið timjani, pipar og salti yfir og setjið í ofninn í 30-35 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru meyrar í gegn og farnar að brúnast vel.
– Hrærið einu sinni eða tvisvar í þeim svo þær festist ekki við.