Ofnsteikt svið að grískum hætti

Margir Grikkir hafa dálæti á sviðum og þar í landi eru kjammarnir gjarna kryddaðir með sítrónusafa, kryddjurtum og stundum hvítlauk og bakaðir í ofni. Í þessari uppskrift er líka notað tómatþykkni.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 sviðakjammar, meðalstórir
 6 msk. ólífuolía
 safi úr 1 sítrónu
 4 msk. tómatþykkni (paste)
 1 tsk. þurrkað óreganó
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 200°C. Hrærið olíu, sítrónusafa, tómatþykkni og kryddi saman í skál og penslið sviðakjammana á báðum hliðum með hluta af sósunni. Setjið í ofninn, steikið í um 1 klukkustund og penslið nokkuð oft með sósunni. Ef sviðin virðast ætla að fara að brenna má breiða álpappír yfir. Látið sviðin standa í smástund áður en þau eru borin fram, t.d. með steiktum kartöflum.

Deila uppskrift