Ofnsteikt lambakjöt með grænmeti
Auðveld uppskrift þar sem kjöt og grænmeti er sett í eldfast fat, kryddað og bakað í ofni við hægan hita í nokkuð langan tíma.
- 4
Hráefni
1 kg kjöt af bógi (súpukjöt eða framhryggjarsneiðar, fituhreinsaðar að mestu)
2 msk olía
1 laukur
1 blaðlaukur (aðeins hvíti og ljósgræni hlutinn)
250 g gulrætur, skornar í bita
2 sellerístönglar, skornir í bita
1 dós niðursoðnir tómatar, heilir
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 tsk timjan
1 tsk oregano
1 lárviðarlauf, mulið
nýmalaður pipar
salt
Leiðbeiningar
1
Ofninn hitaður í 160 gráður. Eldfast fat penslað með olíu og kjötstykkjunum raðað í það – best er að þau rúmist í einföldu lagi en séu nokkuð þétt. Laukurinn skorinn í geira og blaðlaukurinn í 3-4 cm bita. Gulræturnar skornar í bita og sellerístönglarnir einnig. Tómatarnir skornir í stóra bita. Öllu grænmetinu blandað saman í skál ásamt leginum úr tómatdósinni og hvítlauk, kryddjurtum, pipar og salti hrært saman við. Dreift jafnt yfir kjötið. Álpappír breiddur lauslega yfir, sett í ofninn og bakað í um 2 klst. Borið fram t.d. með kartöflustöppu eða salati.