Ofnbakaður lambaframhryggjarsneiðar með kummini, chili og óreganói

Ofnbakaður lambaframhryggjarsneiðar með kummini, chili og óreganói
Pottur og diskur

Hráefni

 1,2 kg lambaframhryggjarsneiðar
 1½ dl olía
 1 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 msk. kummin
 3-4 msk. óreganó, smátt saxað
 1 tsk. salt

Leiðbeiningar

1

Setjið allt hráefnið í stóra skál og blandið vel saman.

Geymið við stofuhita í 2-4 klst.

Meðlæti:

600 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga
400 g gulrætur, skrældar og skornar í bita
½ dl olía
salt
nýmalaður pipar

Setjið allt í stóra skál og blandið vel saman.

Hellið úr skálinni í ofnskúffu og dreifið vel úr bitunum.

Raðið framhryggjarsneiðunum á ofngrind.

Setjið ofnskúffuna með gulrótunum og sætu kartöflunum neðst í 180°C heitan ofn.

Þá er grindin með kjötinu sett rétt fyrir ofan ofnskúffuna og þetta bakað í 25-30 mín.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​