Ofnbakaður lambaframhryggjarsneiðar með kummini, chili og óreganói
Ofnbakaður lambaframhryggjarsneiðar með kummini, chili og óreganói
- 4
Hráefni
1,2 kg lambaframhryggjarsneiðar
1½ dl olía
1 chili-aldin, fræhreinsað og smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 msk. kummin
3-4 msk. óreganó, smátt saxað
1 tsk. salt
Leiðbeiningar
1
Setjið allt hráefnið í stóra skál og blandið vel saman.
Geymið við stofuhita í 2-4 klst.
Meðlæti:
600 g sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga
400 g gulrætur, skrældar og skornar í bita
½ dl olía
salt
nýmalaður pipar
Setjið allt í stóra skál og blandið vel saman.
Hellið úr skálinni í ofnskúffu og dreifið vel úr bitunum.
Raðið framhryggjarsneiðunum á ofngrind.
Setjið ofnskúffuna með gulrótunum og sætu kartöflunum neðst í 180°C heitan ofn.
Þá er grindin með kjötinu sett rétt fyrir ofan ofnskúffuna og þetta bakað í 25-30 mín.