Ofnbakaðar lærissneiðar í lauksósu
Einfaldur og ódýr lambakjötsréttur, þar sem aðalkryddið er lauksúpuduft úr pakka. Kjötið erbrúnað og svo steikt í ofni með lauk og hvítlauk.
- 4
Hráefni
800 g lærissneiðar (2. fl.)
4 msk lauksúpuduft
2 tsk timjan, þurrkað
nýmalaður pipar
2 msk olía
2 laukar, skornir í sneiðar
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
300 ml vatn
Leiðbeiningar
1
Ofninn hitaður í 180 gráður. Kjötið e.t.v. fitusnyrt að einhverju leyti og síðan velt upp úr lauksúpudufti blönduðu timjani og pipar. Olían hituð á pönnu og kjötið brúnað á báðum hliðum en síðan sett í eldfast fat. Laukurinn og hvítlaukurinn settur á pönnuna og látinn krauma þar til hann er meyr. Dreift í kringum kjötið og afganginum af lauksúpuduftinu, ef einhver er, stráð yfir. Vatnið hitað að suðu og hellt í fatið. Sett í ofninn og bakað í um 45 mínútur, eða þar til kjötið er alveg meyrt. Borið fram t.d. með kartöflustöppu.