Ofnbakað úrbeinað lambalæri

með fersku tímíani og rósmaríni
Ofnbakað úrbeinað lambalæri_Gestgjafinn

Hráefni

Ofnbakað úrbeinað lambalæri
 1,5 kg úrbeinað lambalæri
 ½ dl olía
  1 ½ msk. hunang
  1 tsk. dijon-sinnep
  3 tímíangreinar, laufin tínd af
 3 ferskar rósmaríngreinar, nálar tíndar af og saxaðar
  1 msk. oregano
  1 tsk. hvítlauksduft
  2 tsk. salt
  1 ½ nýmalaður svartur pipar
  1 hvítlaukur, skorinn þvert í tvo hluta
Bakað rótargrænmeti og laukur
 6 gulrætur, skrældar
  3 rauðlaukar, skornir til helminga
  1 sellerírót, skræld og skorin í grófa bita

Leiðbeiningar

Ofnbakað lambalæri
1

Hitið ofn í 200°C. Blandið olíu, hunangi, sinnepi og kryddi saman í skál og smyrjið á lærið. Notið hendur og makið öllu vel á allt lærið, ekki er verra ef lærið fær að marinerast í ísskáp í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt en það þarf ekki.

2

Setjið lærið í ofn og bakið í u.þ.b. 50 mínútur. Ausið soðinu yfir nokkrum sinnum á meðan eldun stendur yfir. Takið lærið út og látið jafna sig á borði í 15 mínútur og hafið álpappír yfir á meðan.

Við mælum alltaf með notkun kjarhitamælis!

Bakað rótargrænmeti og laukur
3

Setjið í eldfast mót ásamt 100 gr af smjöri, saltið og piprið og eldið í ofninum samhliða lærinu. Má líka hafa grænmetið í sömu ofnskúffu og lærið.

Ath. þegar lærið er eldað og hvílir á borðinu, að hækka e.t.v. hitann í 200 °C og elda grænmetið ögn lengur ef þarf.

4

Berið fram með grænmetinu, bökuðum eða grilluðum kartöflum og góðri soðsósu.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​