Ofnbakað úrbeinað lambalæri

með fersku tímíani og rósmaríni
Ofnbakað úrbeinað lambalæri_Gestgjafinn

Hráefni

Ofnbakað úrbeinað lambalæri
 1,5 kg úrbeinað lambalæri
 ½ dl olía
  1 ½ msk. hunang
  1 tsk. dijon-sinnep
  3 tímíangreinar, laufin tínd af
 3 ferskar rósmaríngreinar, nálar tíndar af og saxaðar
  1 msk. oregano
  1 tsk. hvítlauksduft
  2 tsk. salt
  1 ½ nýmalaður svartur pipar
  1 hvítlaukur, skorinn þvert í tvo hluta
Bakað rótargrænmeti og laukur
 6 gulrætur, skrældar
  3 rauðlaukar, skornir til helminga
  1 sellerírót, skræld og skorin í grófa bita

Leiðbeiningar

Ofnbakað lambalæri
1

Hitið ofn í 200°C. Blandið olíu, hunangi, sinnepi og kryddi saman í skál og smyrjið á lærið. Notið hendur og makið öllu vel á allt lærið, ekki er verra ef lærið fær að marinerast í ísskáp í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt en það þarf ekki.

2

Setjið lærið í ofn og bakið í u.þ.b. 50 mínútur. Ausið soðinu yfir nokkrum sinnum á meðan eldun stendur yfir. Takið lærið út og látið jafna sig á borði í 15 mínútur og hafið álpappír yfir á meðan.

Við mælum alltaf með notkun kjarhitamælis!

Bakað rótargrænmeti og laukur
3

Setjið í eldfast mót ásamt 100 gr af smjöri, saltið og piprið og eldið í ofninum samhliða lærinu. Má líka hafa grænmetið í sömu ofnskúffu og lærið.

Ath. þegar lærið er eldað og hvílir á borðinu, að hækka e.t.v. hitann í 200 °C og elda grænmetið ögn lengur ef þarf.

4

Berið fram með grænmetinu, bökuðum eða grilluðum kartöflum og góðri soðsósu.

Deila uppskrift