Ofnbakað úrbeinað lambalæri
- 70 mínútur
- 6-8
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofn í 200°C. Blandið olíu, hunangi, sinnepi og kryddi saman í skál og smyrjið á lærið. Notið hendur og makið öllu vel á allt lærið, ekki er verra ef lærið fær að marinerast í ísskáp í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt en það þarf ekki.
Setjið lærið í ofn og bakið í u.þ.b. 50 mínútur. Ausið soðinu yfir nokkrum sinnum á meðan eldun stendur yfir. Takið lærið út og látið jafna sig á borði í 15 mínútur og hafið álpappír yfir á meðan.
Við mælum alltaf með notkun kjarnhitamælis!
Á grillinu, brúnið lærið vel og setjið síðan í eldfastan bakka og eldið áfram á grillinu á óbeinum hita þ.e. að það logi ekki beint undir bakkanum. Að öðru leyti sama aðferð og munið kjarnhitamælinn.
Setjið í eldfast mót ásamt 100 gr af smjöri, saltið og piprið og eldið í ofninum samhliða lærinu. Má líka hafa grænmetið í sömu ofnskúffu og lærið.
Ath. þegar lærið er eldað og hvílir á borðinu, að hækka e.t.v. hitann í 200 °C og elda grænmetið ögn lengur ef þarf.
Berið fram með grænmetinu, bökuðum eða grilluðum kartöflum og góðri soðsósu.