Ofnbakað rótargrænmeti

Þægilegt og gott meðlæti með steiktu kjöti, þar sem hér er allt bakað í einu lagi við ákaflega litla fyrirhöfn. Nota má aðrar kryddtegundir en kummin og kanell eiga sérlega vel við ofnbakað rótargrænmeti.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g sætar kartöflur (rauðgular)
 600 g kartöflur
 300 g gulrætur
 4 msk ólífuolía
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 0.25 tsk kummin, steytt
 0.25 tsk kanell
 0.25 tsk oregano
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 200 gráður. Sætu kartöflurnar afhýddar og skornar í 1-1 ½ cm þykkar sneiðar. Kartöflurnar afhýddar ef þarf og skornar í helminga eða fjórðunga eftir stærð. Gulræturnar afhýddar og skornar í 5 cm bita. Olíunni hellt í eldfast fat, grænmetið sett í það og hvítlauk og kryddi stráð yfir. Blandað vel, þar til grænmetið er allt þakið olíu. Sett í ofninn og bakað í 30-40 mínútur, eða þar til grænmetið er allt meyrt. Hrært í því ef sætu kartöflurnar virðast ætla að dökkna mjög mikið en annars má láta það óhreyft.

Deila uppskrift