Ofnbakað rótargrænmeti

Þægilegt og gott meðlæti með steiktu kjöti, þar sem hér er allt bakað í einu lagi við ákaflega litla fyrirhöfn. Nota má aðrar kryddtegundir en kummin og kanell eiga sérlega vel við ofnbakað rótargrænmeti.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g sætar kartöflur (rauðgular)
 600 g kartöflur
 300 g gulrætur
 4 msk ólífuolía
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 0.25 tsk kummin, steytt
 0.25 tsk kanell
 0.25 tsk oregano
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 200 gráður. Sætu kartöflurnar afhýddar og skornar í 1-1 ½ cm þykkar sneiðar. Kartöflurnar afhýddar ef þarf og skornar í helminga eða fjórðunga eftir stærð. Gulræturnar afhýddar og skornar í 5 cm bita. Olíunni hellt í eldfast fat, grænmetið sett í það og hvítlauk og kryddi stráð yfir. Blandað vel, þar til grænmetið er allt þakið olíu. Sett í ofninn og bakað í 30-40 mínútur, eða þar til grænmetið er allt meyrt. Hrært í því ef sætu kartöflurnar virðast ætla að dökkna mjög mikið en annars má láta það óhreyft.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​