Ofnbakað lambalæri með kartöfluundirspili

Ofnbakað lambalæri með kartöfluundirspili
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 1 kg kartöflur (u.þ.b)
 1 hvítlaukur (heill)
 ½búnt garðablóðberg (timian)
 Ferskt rósmarín eftir smekk
 4-5 dl kjötsoð (t.d. Úrvals kjötsoð)
 1½askja ferskir sveppir
 ½askja þurrkaðir kóngssveppir eða aðrir villisveppir.

Leiðbeiningar

1

Skrælið kartöflur, skerið í 3-4 mm þynnur og leggið í eldfast mót. Leggið þurrkuðu kóngssveppina í bleyti í 20 mín.

2

Brytjið hvítlaukinn. Sjóðið upp í kjötsoðinu með hvítlauknum úti.
Bætið rósmarín og garðablóðbergi (timian) útí og saltið.

3

Skerið niður fersku sveppina og blandið þeim saman við kartöflurnar og þurrkuðu sveppina. Hellið soðinu yfir kartöflurnar og saltið.

4

Krossskerið í lærið, leggið á kartöflubeðið og kryddið með salti, pipar, garðablóðbergi, rósmarín og hvítlauk. bakið við 160ºC í 50-60 mín. og við 200ºC síðustu 15 mín. eða þangað til lambið er fulleldað.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​