Ofnbakað lambalæri með kartöfluundirspili

Ofnbakað lambalæri með kartöfluundirspili
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 1 kg kartöflur (u.þ.b)
 1 hvítlaukur (heill)
 ½búnt garðablóðberg (timian)
 Ferskt rósmarín eftir smekk
 4-5 dl kjötsoð (t.d. Úrvals kjötsoð)
 1½askja ferskir sveppir
 ½askja þurrkaðir kóngssveppir eða aðrir villisveppir.

Leiðbeiningar

1

Skrælið kartöflur, skerið í 3-4 mm þynnur og leggið í eldfast mót. Leggið þurrkuðu kóngssveppina í bleyti í 20 mín.

2

Brytjið hvítlaukinn. Sjóðið upp í kjötsoðinu með hvítlauknum úti.
Bætið rósmarín og garðablóðbergi (timian) útí og saltið.

3

Skerið niður fersku sveppina og blandið þeim saman við kartöflurnar og þurrkuðu sveppina. Hellið soðinu yfir kartöflurnar og saltið.

4

Krossskerið í lærið, leggið á kartöflubeðið og kryddið með salti, pipar, garðablóðbergi, rósmarín og hvítlauk. bakið við 160ºC í 50-60 mín. og við 200ºC síðustu 15 mín. eða þangað til lambið er fulleldað.

Deila uppskrift