Ofnbakað lambafillet á ítalskan hátt

Ofnbakað lambafillet á ítalskan hátt
Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambafillet eða annar góður lambavöðvi
 2 msk grænt pesto
 1 msk dijonsinnep
 400 g tómatar
 200 g kúrbítur
 200 g gulrætur
 150 g rauðlaukur
 50 g smjör
 30 stk olífur
 2 tsk saxaður hvítlaukur
 1 msk saxað ferskt rósmarín
 2 msk rauðvínsedik eða 1 dl gott rauðvín

Leiðbeiningar

1

Skerið í fituna á filletinu og brúnið á pönnu, marinerið í pesto og dijonsinnepi. Gott að láta standa 2-3 tíma í marineringunni má gjarnan standa yfir nótt þá í kæliskáp.

2

Skerið kúrbít og gulrætur í teninga. Saxið laukinn gróft niður.

3

Brúnið grænmetið á pönnu í smjöri og setjið eldfastform.

4

Bætið tómötum, hvítlauk, ólífum og rósmarín við og hellið rauðvínsediki eða rauðvíni yfir.

5

Raðið brúnuðum og marineruðum lambastykkjunum ofaná.

6

Bakið við 150°C í 15 – 20 mínútur.

7

Takið lambið úr forminum og látið hvíla í 10 mínútur undir álpappír. Haldið áfram að baka grænmetið þann tíma sem kjötið hvílist.

8

Skerið lambafilletið í sneiðar setjið á fat og ausið grænmetinu yfir berið fram með nýjum kartöflum

Deila uppskrift