Ofnbakað lambafillet á ítalskan hátt

Uppskrift eftir Árna Þór Arnórsson, matreiðslumeistara sem var gestakokkur Bændadaga í Skagafirði 2013.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambafillet eða annar góður lambavöðvi
 2 msk grænt pesto
 1 msk dijonsinnep
 400 g tómatar
 200 g kúrbítur
 200 g gulrætur
 150 g rauðlaukur
 50 g smjör
 30 stk olífur
 2 tsk saxaður hvítlaukur
 1 msk saxað ferskt rósmarín
 2 msk rauðvínsedik eða 1 dl gott rauðvín

Leiðbeiningar

1

Skerið í fituna á filletinu og brúnið á pönnu, marinerið í pesto og dijonsinnepi. Gott að láta standa 2-3 tíma í marineringunni má gjarnan standa yfir nótt þá í kæliskáp.

2

Skerið kúrbít og gulrætur í teninga. Saxið laukinn gróft niður.

3

Brúnið grænmetið á pönnu í smjöri og setjið eldfastform.

4

Bætið tómötum, hvítlauk, ólífum og rósmarín við og hellið rauðvínsediki eða rauðvíni yfir.

5

Raðið brúnuðum og marineruðum lambastykkjunum ofaná.

6

Bakið við 150°C í 15 – 20 mínútur.

7

Takið lambið úr forminum og látið hvíla í 10 mínútur undir álpappír. Haldið áfram að baka grænmetið þann tíma sem kjötið hvílist.

8

Skerið lambafilletið í sneiðar setjið á fat og ausið grænmetinu yfir berið fram með nýjum kartöflum

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​