Norðurafrískar lambakótelettur II

Önnur norður-afrísk kótilettuuppskrift þar sem notuð er önnur kryddblanda í maríneringuna. Þessar eru ekkert síðri.

Pottur og diskur

Hráefni

 12-16 lambakótilettur, gjarna fitusnyrtar
 2 msk ólífuolía
 2 msk balsamedik
 0.5 rauðlaukur, saxaður
 2 þurrkuð chilialdin, mulin
 1 tsk kóríanderfræ, steytt
 0.5 tsk kummin (cumin), steytt
 0.5 tsk engifer
 1 sítróna
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Lambakótiletturnar settar í skál. Öllu hinu nema saltinu blandað saman og hellt yfir. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir, gjarna yfir nótt, og snúið öðru hverju. Grillpanna eða þykkbotna steikarpanna hituð vel. Kótiletturnar teknar úr leginum, saltaðar svolítið og síðan steiktar við háan hita þar til þær eru vel brúnaðar að utan en enn svolítið bleikar í miðju. Bornar fram t.d. með hummus og steiktu eða grilluð grænmeti, eða þá með kúskús eða hrísgrjónum.

Deila uppskrift