Norðurafrískar lambakótelettur I

Hér eru kótiletturnar látnar liggja í vel krydduðum legi í nokkrar klukkustundir eða allt að sólarhring áður en þær eru grillaðar eða steiktar á grillpönnu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1.5 kg lambakótilettur
 5 msk ólífuolía
 1 rauðlaukur, saxaður
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 2 tsk kóríanderfræ, möluð
 2 tsk kummin, malað
 2 tsk túrmerik
 2 tsk paprikuduft
 2 sítrónur
 0.5 knippi kóríanderlauf
 salt

Leiðbeiningar

1

Kótiletturnar fitusnyrtar dálítið. Olían hituð á stórri pönnu og laukurinn látinn krauma í henni við meðalhita í nokkrar mínútur. Hvítlauknum og kryddinu hrært saman við og látið krauma í nokkrar mínútur í viðbót. Öllu saman er svo hellt í stóra skál og látið kólna. Börkurinn rifinn af sítrónunum og safinn pressaður úr þeim og hrært saman við ásamt söxuðu kóríanderlaufi. Kótilettunum velt upp úr blöndunni, plast breitt yfir, sett í kæli og kjötið látið liggja í kryddleginum í nokkrar klukkustundir eða til næsta dags. Þá er skálin tekin út með góðum fyrirvara svo að kjötið sé ekki ískalt. Grillpanna hituð vel og kjötið saltað og steikt við góðan hita þar til það er vel brúnað á báðum hliðum. Einnig má grilla það á útigrilli eða baka þær í ofni við 200°C. Borið fram með góðu salati.

Deila uppskrift