Nígerískt lambakebab
Þessir afrísku lambagrillpinnar eru svolítið óvenjulegir en uppskriftin er þó mjög einföld. Ef ekki fæst laukduft má nota lauksúpuduft úr pakka, en þá heldur stærri skammt.
- 4
Hráefni
800 g lambakjöt
4 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
3-4 cm engiferbiti, fínrifinn
3 msk jarðhnetur, fínmalaðar
1 msk paprikuduft
1 msk chilipipar
1 msk laukduft (dried onion)
2-3 msk olía, gjarna jarðhnetuolía
Leiðbeiningar
1
Kjötið fituhreinsað, skorið í gúllasbita og sett í skál. Hvítlauk, engifer, hnetum og kryddi blandað saman, stráð yfir og hrært. Grillið hitað. Kjötbitarnir þræddir á teina, penslaðir með olíu og grillaðir í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Bornir fram heitir, t.d. með tómötum og söxuðum lauk, eða með soðnum hrísgrjónum. Flott sem smáréttir, þá stakur biti eða tveir á hverjum teini.