Mintukryddlögur I

Mörgum þykir minta, bæði fersk og þurrkuð, eiga sérlega vel við með lambakjöti og Grikkir krydda lambagrillsteik til dæmis mjög gjarna með mintu.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 msk ólífuolía
 1 msk vínedik
 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir
 4 msk fersk mintulauf, söxuð
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Olía og edik þeytt saman og síðan er hvítlauk, mintu og pipar hrært saman við. Kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. 3 klst og gjarna yfir nótt.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​