Mintukryddlegin lambagrillsteik

Sítrónur, góð ólífuolía, hvítlaukur, kryddjurtir - og svo auðvitað íslenskt lambakjöt og heitt grill. Þetta er galdurinn við að elda gómsæta grískættaða lambagrillsteik.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 vænt lambalæri
 3 sítrónur
 100 ml ólífuolía
 100 ml þurrt hvítvín
 1 heill hvítlaukur, afhýddur og saxaður
 hnefafylli af mintulaufi
 1 laukur, saxaður smátt
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Lærið úrbeinað, fituhreinsað að nokkru, snyrt og skorið í 4-5 álíka stór stykki sem sett eru í stóra skál. Safinn kreistur úr sítrónunum og settur í matvinnsluvél eða blandara ásamt ólífuolíu, hvítvíni, hvítlauk og mintulaufi. Þeytt vel saman. Laukurinn hrærður saman við með sleif, kryddað með pipar og svolitlu salti, hellt yfir lambakjötið og látið liggja í 1-2 klst við stofuhita. Grillið hitað. Lambakjötið tekið úr leginum og bundið um bitana á nokkrum stöðum með seglgarni sem látið hefur verið liggja í bleyti í köldu vatni, þannig að bitarnir haldi lögun og séu sem jafnastir að þykkt. Kjötið sett á grillið og grillað við meðalhita í um hálftíma. Snúið nokkrum sinnum á meðan og penslað með kryddleginum. Kjötið tekið af grillinu og látið standa í 5-10 mínútur áður en það er skorið í þunnar sneiðar og borið fram.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​