Miðausturlenskt lambakonfekt

með hrásalati og sýrðum rauðlauk
Miðausturlenskt lambakonfekt með hrásalati

Hráefni

Hrásalat
 100 g majónes
 50 g jógúrt
 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 ½ tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 180-200 g toppkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt, má nota hvítkál
 3 msk. myntulauf, skorin smátt
 2 msk. steinselja, skorin smátt
 u.þ.b ½ tsk. sjávarsalt
Jógúrt sósa
 250 ml hreint jógúrt
 1 tsk. kummin
 1 tsk. kóríander
 ½ tsk. kanill
 ¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 ½ tsk. sjávarsalt
 1 tsk. sítrónusafi
Sýrður rauðlaukur
 100 ml eplaedik
 100 ml vatn
 50 g sykur
 1 tsk. sinnepsfræ
 1 rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
Lambakonfekt
 12 lambakonfekt
 1-2 msk. olía
 1 msk. sesamfræ
 1 tsk. kumminfræ
 1 tsk. harissa-krydd
 ½ tsk. sjávarsalt
 ½ hnefafylli myntulauf
 4-5 msk. granateplafræ
 1 uppskrift hrásalat
 1 uppskrift jógúrtsósa
 1 uppskrift sýrður rauðlaukur

Leiðbeiningar

Hrásalat
1

Setjið majónes, jógúrt, hvítlauk og sítrónubörk í blandara og maukið þar til sósan er slétt.

2

Setjið kálið í skál og blandið myntu og steinselju saman við, hellið sósunni yfir og hrærið öllu vel saman.

3

Bragðbætið með salti og sítrónu, kælið þar til fyrir notkun.

Jógúrt sósa
4

Setjið allt hráefni í litla skál og blandið vel saman.

5

Kælið þar til fyrir notkun.

Sýrður rauðlaukur
6

Setjið eplaedik, vatn, sykur og sinnepsfræ í lítinn pott og látið malla þar til sykurinn er uppleystur. Setjið til hliðar og látið kólna örlítið

7

Setjið laukinn í hitaþolna skál, hellið edikleginum yfir og passið að hann fljóti alveg yfir laukinn.

8

Látið til hliðar þar til fyrir notkun.

Lambakonfekt
9

Þerrið kjötið og setjið í stóra skál, setjið olíu, sesamfræ, kumminfræ, harrissa-krydd og salt á kjötið og nuddið kryddinu vel yfir.

10

Hitið grill eða grillpönnu og eldið kjötið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið.

11

Setjið kjötið á stóran disk eða fat og sáldrið yfir myntulaufum og granateplafræjum.

12

Berið fram með hrásalati, jógúrtsósu og sýrðum rauðlauk.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​