Steikt lambalæri

með Mexíkóskri tómat-chili sósu og reyktu salti
Mexíkóskt lambalæri

Hráefni

Mexíkóskt lambalæri
 1 lambalæri
 1 tsk chilliduft
 2 tsk reykt paprikuduft
 1 grænn chili
 1 rauður chili
 50 gr ristaðar og saltaðar möndlur
 2 msk hunang
 2 sætar kartöflur
Tómat-chili sósa
 400 ml tómatar í dós
 1 laukur, saxaður
 3 hvítlauksrif, söxuð
 2 rauðir chili, saxaðir
 2 msk reykt paprikuduft
 2 vorlaukar, saxaðir
 1 selleristilkur, gróft skorinn
 1 lime, rifinn börkur og safi
 Reykt salt (eða hreint sjávarsalt)

Leiðbeiningar

Mexíkóskt lambalæri
1

Mælum ávallt með notkun á kjarnhitamæli við ofnsteikingu!

2

Hitið ofn á 180°C, setjið lærið í ofnbakka og smyrjið með ögn af olíu og kryddið vel með chilidufti, reyktri papriku og salti og pipar.

3

Brúnið í ofni í 20 mínútur. Lækkið síðan hitann í 160 °C og eldið áfram í u.þ.b. klukkustund, eða þar til kjarnhitastig passar ykkar smekk, sem oftast er á bilinu 58-68 °C.

4

Hækkið hitann á ofninum í 180°C og smyrjið hunangi ofan á og fínt skornum grænum og rauðum chili og möndlunum á lærið, setjið aftur í ofninn í 5-10 mínútur.

5

Sætar kartöflur eru þvegnar, þerrið og skerið í tvennt eftir endilöngu, penslið með olíu og kryddið með pipar og salti, setjið í ofnbakka með bökunarpappír undir og látið sárið snúa niður. Bakið á 180 °C í a.m.k. 20 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn.

Tómat-chili sósa
6

Svitið lauk, hvítlauk, chili og sellerí í 3 mín bætið paprikudufti við og svitið í 1 mín til viðbótar.

7

Bætið tómötunum við og sjóðið rólega í 20 mín.

8

Smakkið til með berkinum af lime, limesafanum og reykta saltinu.

Deila uppskrift