Marokkóskur lambapottréttur

Með kúskús og ras el hanout kryddblöndu
marokkóskur lambapottréttur

Hráefni

 700 g lambabógur, úrbeinaður og kjötið skorið í 2-3 cm bita
 20 g smjör, ósaltað og skorið í bita
 1 msk. olía
 2 gulrætur, afhýddar og skornar í sneiðar
 1 sellerístöngull, skorinn í sneiðar
 150 g hveiti
 2 tsk. ras el hanut kryddblanda
 1-2 tsk. sjávarsalt
 1 laukur, skorinn smátt
 150 ml hvítvín, þurrt
 400-500 ml kjúklingasoð
 2 tsk. harissa-krydd
 ¼ sítróna, börkur skorinn í lengjur
 2 tómatar, skornir í bita
 400 g kjúklingabaunir, soðnar
 ½ hnefafylli kóríander, skorið smátt auka til að bera fram með ef vill
 ¼ hnefafylli mynta, skorin smátt auka til að bera fram með ef vill
 kúskús, soðið, til að bera fram með
 grísk jógúrt, til að bera fram með
 ósæt chili-sósa, til að bera fram með ef vill

Leiðbeiningar

1

Hitið stóran þykkbotna pott með smjöri og olíu, hafið á miðlungsháum hita.

2

Steikið gulrætur og sellerí í 7-8 mín. eða þar til grænmetið er byrjað að karamellíserast, setjið yfir á disk.

3

Hrærið hveiti, ras el hanut og salt saman í skál, blandið kjötbitunum saman við þannig að blandan þeki allt kjötið vel.

4

Hitið olíu í pottinum og steikið kjötið þar til það er brúnað á öllum hliðum, hér þarf að steikja kjötið í skömmtum til að forðast að kjötið soðni. Setjið kjötið yfir á diskinn með steikta grænmetinu.

5

Hellið hvítvíni í pottinn og notið trésleif til að losa um skófirnar í pottinum, látið vínið sjóða niður.

6

Setjið grænmeti, lamb, kjúklingasoð, harissa-krydd, sítrónubörk og tómata í pottinn, hrærið saman og látið koma upp að suðu. Setjið lok á pottinn og lækkið undir hitanum, látið malla við vægan hita í 1 ½ klst. Hrærið í réttinum af og til og passið að hráefnið festist ekki við botninn, hér er hægt að bæta við meira kjúklingasoði ef þarf.

7

Takið lokið af pottinum og bætið við kjúklingabaunum, ferskum kóríander og myntu. Látið malla í 10-12 mín. til viðbótar. eða þar til sósan hefur þykknað, ef hún hefur þykknað of mikið má bæta við meira af kjúklingasoði eða örlitlu vatni.

8

Bragðbætið með auka ras el hanut-kryddblöndu ef vill og berið fram með kúskús, jógúrt og ósætri chili-sósu ef vill.

Deila uppskrift