Marokkóskt lambalæri með kúskússalati

Ljúffeng uppskrift úr jólatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 Kryddlögur:
 150 g smjör, við stofuhita
 2 msk. kóríander, smátt saxaður
 5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 2 tsk. kummin, steytt
 2 tsk. reykt paprikuduft eða venjulegt
 2 tsk. harissa eða annað chili-mauk
 2 tsk. salt
 2 tsk. nýmalaður pipar
 Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Leiðbeiningar

1

Stingið 10-15 göt í lambalærið með hníf, nuddið kryddleginum vel inn í lærið og geymið við stofuhita í 4-6 klst.

Setjið þá lærið í ofnskúffu og bakið við 150°C í 1 ½-2 klst.

Ausið úr ofnskúffunni yfir lærið á 15 mín. fresti.

Takið lærið úr ofninum og látið standa í 10-15 mín. áður en það er borið fram.

Berið lærið fram með kúskússalati og t.d. fersku salati og grænmeti.

2

Kúskússalat:

3

1 tsk. salt
4 dl vatn
1 dl rúsínur
1 dl apríkósur, skornar í litla bita
allur vökvinn úr ofnskúffunni
1 tsk. kummin
1-2 msk. mynta, smátt söxuð
1-2 msk. kóríander, smátt saxaður
4 dl kúskús

Setjið allt nema myntu, kóríander og kúskús í pott og sjóðið í 5 mínútur.

Bætið þá kryddi og kúskús í pottinn og takið af hellunni. Látið standa í 15 mín. undir loki.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon og Karl Petersson

Deila uppskrift