Marokkóskt lambalæri með kúskússalati

Ljúffeng uppskrift úr jólatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 Kryddlögur:
 150 g smjör, við stofuhita
 2 msk. kóríander, smátt saxaður
 5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 2 tsk. kummin, steytt
 2 tsk. reykt paprikuduft eða venjulegt
 2 tsk. harissa eða annað chili-mauk
 2 tsk. salt
 2 tsk. nýmalaður pipar
 Setjið allt í skál og blandið vel saman.

Leiðbeiningar

1

Stingið 10-15 göt í lambalærið með hníf, nuddið kryddleginum vel inn í lærið og geymið við stofuhita í 4-6 klst.

Setjið þá lærið í ofnskúffu og bakið við 150°C í 1 ½-2 klst.

Ausið úr ofnskúffunni yfir lærið á 15 mín. fresti.

Takið lærið úr ofninum og látið standa í 10-15 mín. áður en það er borið fram.

Berið lærið fram með kúskússalati og t.d. fersku salati og grænmeti.

2

Kúskússalat:

3

1 tsk. salt
4 dl vatn
1 dl rúsínur
1 dl apríkósur, skornar í litla bita
allur vökvinn úr ofnskúffunni
1 tsk. kummin
1-2 msk. mynta, smátt söxuð
1-2 msk. kóríander, smátt saxaður
4 dl kúskús

Setjið allt nema myntu, kóríander og kúskús í pott og sjóðið í 5 mínútur.

Bætið þá kryddi og kúskús í pottinn og takið af hellunni. Látið standa í 15 mín. undir loki.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon og Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​