Marokkóskir hamborgarar með fetaosti og harissasósu

Norður-Afríkubúar eru hrifnir af lambakjöti eins og við Íslendingar. Þeir eru líka sólgnir í svið eins og við hér heima. Kanill, chilimauk og kummin eru krydd sem þeir nota mikið og hér eru nokkrar uppskriftir sem laða fram góða bragðið af okkar frábæra lambakjöti. Hér er ein frábær úr júní tölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 ½ laukur, saxaður
 2 hvítlauksgeirar, saxaðir
 1 msk. ferskt, saxað engifer
 1 tsk. kanill
 2 tsk. kummin
 100 g þurrkaðar apríkósur, saxaðar
 600 g lambahakk
 Ofan á:
 4 msk. fetaostur
 Harissa-sósa:
 4 msk. majónes
 4 msk. sýrður rjómi
 2 tsk. harissa-kryddmauk
 salt og pipar
 4 hamborgarabrauð
 salat

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema lambahakk í matvinnsluvél og maukið létt saman.

Bætið lambahakki út í og látið vélina ganga á minnsta hraða í smástund eða þar til kryddið hefur blandast kjötinu.

Mótið 4 góða hamborgara úr blöndunni og grillið á heitu grilli.

Hrærið það sem fer í harissasósuna saman og smakkið til með salti og pipar.

Grillið hamborgarabrauðin báðum megin.

Setjið sósu og salat á brauðin.

Setjið fetaost ofan á hamborgarana og síðan brauð þar ofan á.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Sigríður Björk Bragadóttir Myndir: Bragi Jósepsson Stílisti: Guðrún Hrund Sigurðardóttir

Deila uppskrift