Marokkósk lambakjötssúpa með kjúklingabaunum
Afar matarmikil súpa, eiginlega frekar pottréttur. Súpan er ekki sterkkrydduð en það mætti líka nota meira af kryddi og e.t.v. eitthvað af chilipipar til að gera hana meira krassandi.
- 4

Hráefni
Leiðbeiningar
Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti yfir nótt. Hellið svo af þeim vatninu, skolið þær vel og látið renna af þeim. Takið lambakjötið af beinunum, fituhreinsið það að hluta og skerið það svo í munnbitastóra teninga. Hitið olíuna í potti og brúnið kjötið vel í 2-3 skömmtum. Takið það upp með gataspaða og setjið á disk. Setjið lauk og hvítlauk í pottinn (bætið e.t.v. við svolítilli olíu ef þarf) og steikið við meðalhita í nokkrar mínútur. Hrærið túrmeriki, engifer, kanil, pipar og salti saman við og setjið svo kjötið aftur í pottinn, ásamt tómötum, kjúklingabaunum, linsubaunum og vatni. Hitið að suðu og látið malla í um 1 1/2 klst, eða þar til kjötið er vel meyrt og súpan þykk. Bætið við svolítið meira vatni ef hún er of þykk. Smakkið og bragðbætið eftir þörfum, skreytið e.t.v. með saxaðri steinselju og berið fram.