Mangó-lamb með afrísku Tsire-kryddi

Yesmine Olsson matreiðir Framandi & freistandi uppskriftir í matreiðsluþáttum sínum á RÚV. Hérna er ein ljúffeng af heimasíðunni www.yesmine.is

Pottur og diskur

Hráefni

 500 g beinlaust læri eða bógur
 ½ dl ISIO4 olía
 1 laukur, saxaður
 3 hvítlauksrif, fínt skorin
 2 tsk engifer rifið
 2 tsk kóríander
 1 msk karrý
 2 msk mango-chutney
 1 tsk turmerik
 2 rauðir chili með fræjum
 1 tsk sítrónubörkur
 2 msk hvítvínsedik
 2 lárviðarlauf
 salt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í teninga og setjið í stóra skál. Setjið allt saman við. Hræri vel og látið marinerast í 4-6 klst. Þræðið svo kjötið upp á grillpinna og grillið í 8-10 mínútur eða til það er fulleldað. Snúið öðru hvoru.

2

Tsire–kryddblanda
1 dl salthnetur
¼ tsk engifer mulið
¼ múskat mulið
¼ negill mulinn
¼ kanill mulinn
¼ salt
1 tsk chili-krydd

3

Setjið salthneturnar í blandara eða matvinnsluvél og hrærið gróft. Bætið kryddinu og saltinu við og hrærið áfram 3 sek. Þegar kjötið er tilbúið er það borið fram með kryddblönduna yfir.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​