Mangó-lamb með afrísku Tsire-kryddi
Yesmine Olsson matreiðir Framandi & freistandi uppskriftir í matreiðsluþáttum sínum á RÚV. Hérna er ein ljúffeng af heimasíðunni www.yesmine.is
- 4
Hráefni
500 g beinlaust læri eða bógur
½ dl ISIO4 olía
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, fínt skorin
2 tsk engifer rifið
2 tsk kóríander
1 msk karrý
2 msk mango-chutney
1 tsk turmerik
2 rauðir chili með fræjum
1 tsk sítrónubörkur
2 msk hvítvínsedik
2 lárviðarlauf
salt og nýmalaður pipar
Leiðbeiningar
1
Skerið kjötið í teninga og setjið í stóra skál. Setjið allt saman við. Hræri vel og látið marinerast í 4-6 klst. Þræðið svo kjötið upp á grillpinna og grillið í 8-10 mínútur eða til það er fulleldað. Snúið öðru hvoru.
2
Tsire–kryddblanda
1 dl salthnetur
¼ tsk engifer mulið
¼ múskat mulið
¼ negill mulinn
¼ kanill mulinn
¼ salt
1 tsk chili-krydd
3
Setjið salthneturnar í blandara eða matvinnsluvél og hrærið gróft. Bætið kryddinu og saltinu við og hrærið áfram 3 sek. Þegar kjötið er tilbúið er það borið fram með kryddblönduna yfir.