Litríkt salat með lambalundum og hindberjasósu

Okkar frábæra lambakjöt er sannarlega kjörið hráefni í veislumat. Þessi uppskrift er frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í Veislublaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 400 g lambalundir
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 Steikið lundirnar í olíu á pönnu í 1-2 mín. á hvorri hlið. Kryddið
 með salti og pipar og kælið. Skerið lundirnar í sneiðar og berið
 fram með blönduðu salati og hindberjasósu.
 Blandað salat:
 1 poki blandað salat
 2 msk. furuhnetur
 2 msk. súrsað engifer
 1/4 kantalópumelóna, skorin í strimla
 20 hindber
 Blandið öllu saman.
 Hindberjasósa
 1 bolli hindber
 2 msk. balsamedik
 2 msk. hunang
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 1-1 1/2 dl olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema olíuna í blandara og maukið vel. Hellið olíunni út í mjórri bunu. Sigtið sósuna í skál.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​