Lifur að arabískum hætti
Fljótlegur og mjög gómsætur réttur úr lambalifur, þar sem lifrin er steikt á hefðbundin hátt en krydduð með hvítlauk og kummini og síðan krydduð með papriku, chili og sítrónu.
- 4
Leiðbeiningar
1
Skerið lifrina í ræmur eða þunnar sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti krydduðu með pipar og salti. Hitið olíuna á pönnu. Saxið hvítlaukinn og setjið hann á pönnuna ásamt kumminfræjunum. Setjið lifrina á pönnuna og steikið hana við góðan hita í 1-2 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hún er rétt tæplega steikt í gegn. Setjið hana á hitað fat. Blandið saman paprikudufti og chilipipar og stráið svolitlu af blöndunni yfir lifrina en berið fram afganginn í lítilli skál, ásamt sítrónubátum til að kreista yfir.