Lifrarpylsa

Ekta íslenskt, hollt og gott
Pottur og diskur

Hráefni

 3 lambalifrar, meðalstórar
 1 l. mjólk, eða undanrenna eða kjötsoð
 1 msk. gróft salt
 300 gr. haframjöl
 200 gr. heilhveiti
 um 600 gr. rúgmjöl
 800 gr. mör (eða eftir smekk), fremur smátt brytjaður
 saumaðir vambarkeppir

Leiðbeiningar

1

Hreinsið lifrarnar vel, takið himnur og æðar af.

2

Hakkið í hakkavél eða matvinnsluvél og hrærið síðan saman við mjólkina og saltið.

3

Haframjöli og mestöllu rúgmjölinu blandað saman og hrært út í lifrarmaukið. Meira rúgmjöli bætt við, þar til kominn er þykkur grautur, og síðast mörnum.

4

Látið í keppina og þeir fylltir rúmlega til hálfs.

5

Lokið keppunum með sláturnálum eða saumið fyrir þá.

6

Hitið vatn stórum potti og saltið ríkulega, keppirnir settir ofan í þegar sýður.

7

Pikkið göt á keppina með prjóni þegar vatnið fer að sjóða aftur. Látið sjóða við vægan hita í 2-2½ klst eftir stærð, snúið öðru hvoru.

8

Keppirnir eru svo teknir upp úr með gataspaða og kældir, eigi ekki að borða lifrarpylsuna heita.

Lifrarpylsuna er tilvalið að frysta og nota síðar.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​